Undanþágunefnd grunnskóla er flutt til Námsgagnastofnunar. Hún metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi menntamálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla sbr. 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
↧